responses

Ummæli Sir Tim Hunt síðastliðinn þriðjudag um konur í vísindaheiminum fóru líklega ekki framhjá mörgum. Hunt, lífefnafræðingur sem meðal annars fékk Nóbelsverðlaun árið 2001, lét eftirfarandi orð falla á ráðstefnu í Seoul í Suður-Kóreu um konur innan vísindageirans:

„Leyfið mér að segja ykkur frá vanda mínum varðandi stelpur. Það er þrennt sem gerist þegar þær eru á rannsóknarstofunni. Maður verður ástfanginn af þeim, þær verðar ástfangnar af manni og þegar maður gagnrýnir þær fara þær að gráta!“

Hunt gaf einnig til kynna að hann væri hlynntur kynjaskiptum rannsóknarstofum. Í kjölfar ummælanna hefur Hunt sagt upp stöðu sinni við University College London.

Eðlilega voru ummæli Hunt síður en svo vinsæl og hafa konur innan vísindaheimsins svarað þeim á síðustu dögum á Twitter undir kassamerkinu #distractinglysexy.

Hér að neðan má sjá nokkur slík tíst sem vefsíðan Mashable tók saman og eru mörg þeirra stórkostlega fyndin:


https://twitter.com/ameliacervera/status/608999424585527296


https://twitter.com/xLiserx/status/608959954221957120