einsteinvideo_web_1024

Þann 14. mars hefði Albert Einstein orðið 138 ára og er hin fræga afstæðiskenning hans 102 ára. Það breytir því ekki að fyrir fólk sem ekki hefur mikinn bakgrunn í eðlisfræði getur enn þá verið erfitt að skilja út á hvað hún gengur. Það hjálpar gjarnan til að fá viðkunnalega einstaklinga til að útskýra málið á einfaldan og skemmtilegan hátt og er það einmitt það sem fyrrum Dr Who leikarinn David Tennant gerir í myndbandinu hér að neðan.