Mynd: NASA
Mynd: NASA

Upptaka sem sýnir viðbrögð geimfara Apollo 10 við óvenjulegum hljóðum í geimferð sinni rataði nýverið í fjölmiðla. Í upptökunni má heyra hvað gerðist þegar Apollo 10 flaug framhjá fjærhlið tunglsins í maí 1969. Heyra má hljóð sem líkjast helst tónlist og voru geimfararnir eðlilega nokkuð undrandi.

Á meðan “tónlistin” heyrðist slitnaði samband við jörðu og minntust geimfararnir þrír ekki á hana þegar samband náðist aftur. Á miðjum áttunda áratugnum var upptakan gerð opinberar en rataði ekki á internetið fyrr en árið 2012.

Geimfarar Apollo 10 (Mynd: NASA)
Geimfarar Apollo 10 (Mynd: NASA)

Eins og vill oft verðar hafa samsæriskenningar sprottið upp varðandi ástæður þess að upptökurnar hafi ekki verið gerðar opinberar fyrr og sumir velta því fyrir sér hvort um sé að ræða hljóð frá geimverum.

Því miður er skýringin að öllum líkindum minna spennandi en svo en til að skýra málið birti NASA Tumblr færslu þar sem sagt er frá því að líklegast var eingöngu um að ræða rafsegultruflanir. Hvað varðar ástæður þess að upptakan hafi ekki verið gerð opinber fyrr en raun ber vitni segir að hún hafi verið aðgengilega almenningi frá árinu 1973. Þar sem að internetið var ekki til á þessum tíma hafi aðeins verið farið í að hlaða þeim á netið á undanförnum árum.

Hægt er að heyra upptökuna hér og afrit af samtölum geimfaranna má finna hér.