Þyngdarbylgjur hafa verið mikið í umræðunni undanfarið, enda ein merkasta uppgötvun okkar tíma. Það getur þó verið erfitt að átta sig á því hvað þyngdarbylgjur eru í raun og veru, sér í lagi ef maður er ekki með háskólagráður í eðlisfræði.
Þar kemur eðlisfræðingurinn Brian Greene til bjargar en hann útskýrði þyngdarbylgjur fyrir Stephen Colbert á mannamáli og það aðeins á átta mínútum.