Ebola-Test-Diagnose-Ebola-In-15-Minutes-Video

Nýtt einfalt próf fyrir ebólu er nú á leið til prófanna í Guéckédou í Guineu. Hingað til hafa sjúklingar sem grunur leikur á að séu smitaðir af ebólu þurft að bíða í nokkrar klukkustundir eftir niðurstöðum. Aðferðin sem hefur verið notuð er PCR (Polymerase chain reaction) próf, en þá er blóðsýni tekið úr sjúklingi og hvarf sem líkir eftir eftirmyndun DNA í frumum notað til að magna upp veiru DNA. PCR prófin eru mjög nákvæm en einnig tímafrek og dýr. Þau geta verið sérstaklega tímafrek þegar sjúklingurinn er staðsettur langt í burtu en PCR prófin er ekki mögulegt að fara með út af rannsóknarstofunni.

Prófin sem nú eru í þróun miða að því að skynja ebóluprótín. Þetta próf er ekkert ósvipað þungunarprófi sem tekið er heima. Smá blóðdropi er settur á prófið, efnalausn er sett á blóðið svo það sé ekki smitandi, síðan binst litað mótefni við ebóluprótín. Ef ebóluprótín er til staðar kemur litur á prófið, sem merkir að það er jákvætt.

Gallinn við þessi heima-próf er að þau eru ekki nærri jafn nákvæm og PCR prófin. Prófin missa af u.þ.b. 10% smitaðra og greinir prótínið hjá u.þ.b. 15% heilbrigðra. Það er því nauðsynlegt að halda áfram að framkvæma PCR próf, en prótín-próf eru samt góð til skimunar, sérstaklega þar sem aðeins tekur 15 mínútur að fá svar.

Hér er hægt að lesa meira um málið.