Mynd: REUTERS/Lucas Jackson
Mynd: REUTERS/Lucas Jackson

Dagar mannkynsins gætu verið taldir eftir aðeins um 1.000 ár að sögn eðlisfræðingsins Stephen Hawking.

Hawking viðraði þessa skoðun sína í fyrirlestri hjá Oxford Union í vikunni en hann telur að ógnir á borð við auknar líkur á kjarnorkustríði og hlýnun jarðar gætu leitt til útdauða mannskynsins. Að auki varaði Hawking við gervigreind sem hann sagði geta orðið annað hvort það besta eða það versta sem mannkynið hefur fundið upp á.

Að sögn Hawking er eina lausn yfirvofandi útdauða að finna nýja plánetu til að byggja.

Þrátt fyrir neikvæðan tón ræðunnar sagði Hawking árið 2016 vera frábæran tíma til að vera á lífi. Hann endaði ræðuna sína á að hvetja nemendur til að “horfa til stjarnanna en ekki niður á fæturnar ykkar”.