sf-cmb2

Nýlega birtu margir fjölmiðlar fréttir þess efnis að miklihvellur hafi aldrei átt sér stað. Fréttirnar byggðu á niðurstöðum rannsóknar þeirra Ahmed Farag Ali við Benha University in Egyptalandi og Saurya Das við The University of Lethbridge í Kanada.

Ali og Das hönnuðu nýtt módel fyrir alheiminn þar sem ekki er gert ráð fyrir tilveru sérstöðupunkts (e. singularity), þ.e. punkti í tímarúminu þegar efni er óendanlega þétt, eins og í miðju svarthols. Með þessu er ekki átt við að miklihvellur hafi aldrei átt sér stað, þvert á móti. Með módelinu hefur einfaldlega verið fundin leið framhjá sérstöðupunktinum. Niðurstöðurnar leiða líkur að því að heimurinn hafi í raun aldrei haft neitt upphaf heldur alltaf verið til. Þetta hefur valdið misskilningi hjá mörgum þar sem að fólk túlkar það að enginn sérstöðupunktur þýði að enginn miklihvellur hafi átt sér stað.

Niðurstaðan er í örstuttu máli þessi: Alheimurinn hafði ekkert upphaf og hefur engan endi en miklihvellur átti sér samt stað.

Gerinina má nálgast hér en einnig er hægt að lesa umfjöllun EarthSky um málið.