medi3112014

Við höfum lengi vitað að matarræði sem tengt hefur verið við miðjarðarhafið hefur betri áhrif á heilsu okkar en það matarræði sem neytt er í löndum eins og Bretland og Bandaríkjunum. Ný rannsókn sem framkvæmd var af vísindahópum frá þremur spænskum stofnunum sýna að miðjarðarhafsmatur skilur einnig eftir sig færri kolefnisfótspor í framleiðslu en annar matur.

Til að skoða þetta voru staðlaðar máltíðir skoðaðar með tilliti til þeirra kolefnisfótspora sem þær skilja eftir sig í framleiðslu. Máltíðirnar voru bornar fram á spítölum víðs vegar á Spáni en uppbygging þeirra er sambærileg við venjulega heimilismáltíð. Innihald máltíðanna samsvaraði alltaf 2000 kcal á dag en samsetning þeirra var misjöfn. Kolefnisfótspor máltíðanna voru reiknuð sem kg af koldíoxíðsígildum, þá er tekið tillit til áhrifa mismunandi efna og þau fá tölugildi sem koldíoxíð.

Niðurstöðurnar voru þær að meðan máltíð sem samsvarar miðjarðarhafsmat skilur eftir svo 5,08 kg kolefnisdíoxíðsígilda skilur máltíð sem samsvarar matarræði í Bandaríkjunum eftir sig 8,5 – 8,8 kg koldíoxíðsígilda. Samt innihalda máltíðirnar sama magn af kalóríum.

Ástæðuna má að mestu leiti rekja til þess að kjötframleiðsla skilur eftir sig mun fleiri kolefnisfótspor en grænmetis- og ávaxtaframleiðsla. Svo kannski ættu allir að reyna að temja sér að borða meira grænmeti og minna kjöt, ekki bara vegna þess að það fer betur með líkamann okkar heldur líka vegna þess að það fer betur með náttúruna okkar, gefið að ekki sé flogið með framleiðsluna yfir hálfan hnöttinn til að koma henni í búðina til neytandans.

Hér má lesa fréttatilkynningu um rannsóknina og rannsóknina sjálfa má nálgast hér.