risaedlur_steingervingar_i-kina

Nýjir steingervingar sem fundust nýverið í Kína, geyma steingerð spendýr. Dýrin eru talin líkleg til að hafa klifrað í trjám en lengi vel var talið að spendýr hefðu ekki þróað með sér slíkan eiginleika fyrr en mun seinna. Risaeðlurnar voru allsráðandi og fáar tegundir sem komust inná þeirra svæði. Það var því lítið um samkeppni um búsvæði eða fæðu við svona sterkar tegundir eins og risaeðlurnar. Nýju steingervingarnir eru hins vegar enn ein vísbendingin um það að spendýr hafi hægt og rólega verið að riðja sér til rúms jafnvel svona snemma í jarðsögunni.

Um er að ræða tvo fundi. Annars vegar fannst 165 milljón ára gamall steingervingur sem geymir lítið dýr. Dýrið er talið hafa klifrað í trjám og borðað m.a. trjákvoðu og var tegundinni gefið nafnið Agilodocodon scansorius. Hinn steingervingurinn, 160 milljón ára gamall, er af dýri með loppur sem virðast sérhæfðar til að grafa. Þetta er talið vera fyrsta spendýrið sem notaðist við slíkar aðferðir. Þessi tegund er kölluð Docofossor brachydactylus. Bæði dýrin voru frekar lítil en það samræmist því sem áður var vitað, að spendýr tóku ekki að stækka að ráði fyrr en eftir að risaeðlurnar dóu út.

Fundurinn hefur vakið áhuga fornleifafræðinga um allan heim en sýnin eru geymd á náttúruminjasafni í Bejing (Bejing Museum of Natural History). Fundur sem þessi gefur skýrari mynd af þróunarsögu spendýra þó enn eigi eftir að fylla inní mörg göt. Vísindamenn telja sig hafa fullvissað sig um að gripirnir eru ósviknir en falsaðir steingervingar í Kína eru alls ekki óalgeng sjón.

Hér má lesa meira um málið