marswatcrat

Sendiherra NASA á Mars, geimfarið Curiosity, hefur nú skilað niðurstöðum um háan styrk kalsíum perklóíð á yfirborði plánetunnar. Þar sem kalsíum perklóríð styrkur er svo hár lækkar bræðslumark vatns umtalsvert og því telja vísindamenn NASA líklegt að vatnssameindirnar sem áður hafa mælst á Mars séu mögulega ekki á föstu formi eins og áður var talið heldur fljótandi.

Þrátt fyrir þetta er harla ólíklegt að líf finnist á Mars. Þar er mjög kalt, vatn finnst ekki í miklu magni og auk þess eru geislar sólarinnar mjög sterkir og skaðandi þar sem Mars hefur engan lofthjúp til að vernda sig.

Vísindamenn Nasa telja að miklar breytingar hafi orðið á Mars á síðastliðnum 4,5 milljörðum ára en fyrir þann tíma var sennilega mun meira vatn að finna á Mars og plánetan hafði þá meira segulsvið sem togaði saman einhvers konar lofthjúp. Lofthjúpurinn hélt þá vökvanum við plánetuna og gleyptu að hluta til hitann sem endurkastaðist frá Mars.

Fréttatilkynningu frá Nils Bohr Institute um fundinn má lesa hér.