Mynd: Women Daily
Mynd: Women Daily

Flugur eru ekki beint þeir matargestir sem við bjóðum að setjast til borðs með okkur. Þær get þó gerst ansi kræfar þegar matur er annars vegar og vilja oft smakka á öllu því sem er á boðstólnum þó enginn hafi gefið þeim leyfi til þess. En hversu hættulegt er að borða brauð með flugufótsporum?

Flestar flugur sem finnast inná heimilum okkar eru okkur algjörlega harmlausar. Þær bíta okkur ekki eða stinga og því síður bera þær með sér hættulegar veirur, bakteríur eða frumdýr sem þekkt eru fyrir að sýkja menn, eins og á til dæmis við um malaríu.

Flugur sem lifa í návígi við okkur eiga það þó til að umgangast hluti sem okkur þykja ekki sérlega geðslegir, eins og rotnandi matar- eða dýraleifar, saur og annað sem okkur þykir óþrifalegt og viljum alls ekki að komi nálægt því sem við ætlum að borða.

Hvar sem flugurnar eru svo niðurkomnar þá er markmið þeirra yfirleitt að næra sig. Það gera þær með því að seyta út ensímríku munnvatni, sem brýtur matinn, saurinn, dýraleifarnar eða hvað annað niður svo flugan getur sogið gumsið upp og nýtt það. Þannig að þegar fluga sést á matinn okkar byrjar hún ansi fljótt að melta hann þó hún nái kannski ekki að innbyrgða hann.

Í langfestum tilfellum er það ekki hættulegt fyrir okkur ef fluga kemur og sest örskotsstund á matinn okkar. Hins vegar ef hún fær að eyða miklum tíma á disknum eru líkur á að hún nái að seyta góðum slatta af slefi og trampa á stórum hluta matarins og skilja þannig eftir fjölda baktería sem upphaflega komu kannski úr dýrasaur eða rotnandi matarleifum. Í miklu magni geta slíkar bakteríur verið mönnum hættulegar og því er kannski ekki æskilegt að gefa flugunum lausan tauminn á matnum okkar. Hins vegar er kannski heldur ekki ástæða til að henda öllu um leið og fluga kemur nálægt einhverju ætilegu.

Heimild: The Conversation