20150721191542-galon-of-milk-cap-3d-printed

Það getur stundum reynst vandasamt að átta sig á því hvort mjólkin í ísskápnum sé farin að súrna eða hvort hún sé enn þá drykkjarhæf. Sá vandi gæti heyrt sögunni til því vísindamönnum hefur tekist að þrívíddarprenta nema sem getur skynjað hvort mjólkin sé örugg til neyslu eða ekki.

Í nýlegri rannsókn var neminn prófaður með því að koma honum fyrir í töppum mjólkurferna. Hönnun tappans fylgdu nokkrir erfiðleikar vegna þess hversu slæmir leiðarar pólýmerar eru. Rannsóknarhópurinn hannaði þess vegna einskonar hylki úr pólýmerum og vaxi sem þeir fylltu síðan með silfri.

3dsmartcap-milk450

Neminn sem vísindamönnunum tókst að búa til virkar þannig a hann skynjar aukningu á rafboðum, sem eiga sér einmitt stað þegar bakteríum fjölgar. Rannsóknarhópurinn prófaði síðan nemann á mjólkurfernum við mismunandi aðstæður. Í ljós kom að aukning á rafboðum varð fyrr í þeim fernum sem geymdar voru við stofuhita en þeim sem geymdar voru í kæli. Þetta samræmist því sem við vitum um fjölgun baktería en þeim fjölgar jú hraðar við stofuhita en í kulda.

Spennandi verður að sjá hvort tappinn komi á markað á næstu árum og er hægt að ímynda sér að tækni sem þessi kunni að nýtast til dæmis í baráttunni gegn matarsóun.

Rannsóknin var framkvæmd við UC Berkley og voru niðurstöður hennar birtar í tímaritinu Microsystems & Nanoengineering.

Heimild: Business Insider