Mynd: Optimum
Mynd: Optimum

Vítamín og steinefni eru efni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann til að virka rétt. Þar sem erfitt getur reynst að fá öll vítamínin og steinefnin úr fæðunni hafa pilluframleiðendur séð sér leik á borði og selja okkur grunlausum neytendum „heilsuna“ í töfluformi dýrum dómum.

En er rétt að við þurfum að taka vítamín? Í flestum tilfellum er nóg að borða fjölbreytta fæðu með því móti fáum við langmest af þeim vítamínum sem við þurfum og meira til. Sumir hins vegar taka síður upp vítamín og steinefni og þurfa því stundum á auka skammti að halda, sem getur verið gott að fá í töfluformi. Fyrir langflesta gerir aukamagn af vítamínum ekki mikið. Ef fæðuvalið er mjög einhæft þá vegur ein pilla á dag ekki upp á móti því.

Í myndbandinu hér að neðan sem birtist á youtube rás Reactions, er farið enn betur yfir það hvað vítamíntöflur gera fyrir okkur, eða kannski gera ekki fyrir okkur.