screen-shot-2016-10-12-at-21-35-05

Líklega hafa allir lent í því að vera mál að pissa við óheppilegar aðstæður. Þá er heppilegt að líkaminn hefur þann eiginleika að halda þvaginu í þvagblöðrunni þar til við komumst á salerni.

Í stuttu máli má segja að vöðvarnir í grindarbotninum komi í veg fyrir að þvag losni þar til heilinn gefur skipanir um að það sé í lagi. Sé þvagblaðran hæfilega full getum við meðvitað haldið í okkur en eftir því sem hún fyllist meira eykst þrýstingur í blöðrunni og skilaboð berast til heilans um að staðan sé að verða alvarleg. Sé blaðran komin yfir þolmörk getur heilinn síðan gripið inn í hunsað vilja okkar svo þvagið losnar, gegn vilja okkur.

Í myndbandinu hér að neðan frá TED Ed er farið yfir hvernig við getum haldið í okkur og hvað gerist ef við gerum það of lengi.