paleo

Í nútímasamfélagi virðast alltof margir tilbúnir að hjálpa manni að grennast og komast í rétta stærð af sundfötum. Margar aðferðir sem ýtt er að okkur snúast um töframatarræði, sem eitt og sér gerir líf okkar heilbrigðara. Ein þessara aðferða er paleo matarræðið sem stundum er kallað steinaldarmatarræðið. Paleo snýst um að borða það saman og steinaldarmaðurinn borðaði, sem sagt mikið kjöt og ekkert korn.

Hversu raunhæft er samt að fylgja matarræði steinaldarmannsins? Við vitum í raun ekki nákvæmlega hvað steinaldarmaðurinn borðaði og að öllum líkindum hefur matarræðið aðallega ráðist af því hvað var í boði hverju sinni. Ef allir myndu einsetja sér að borða lítið korn og mikið kjöt þá myndi jörðin ekki geta fætt allan þann fjölda fólks sem lifir á hér, nógu erfitt á hún með það nú þegar. Að auki höfum við nú þegar fundið aðferð til að rækta grænmeti, ávexti og korn sem skila okkur heilmiklu af næringarefnum og erfðaefnið hefur aðlagast að því að brjóta niður það sem við ræktum og borðum.

Mögulega felst lausnin líka ekki í sérstöku matarræði heldur heilbrigðum lífsstíl og það er ansi margt óheilbrigt við það að stara stanslaust á tölu á vigt eða mælingar á mittismáli. Hreyfing og hollt matarræði á að leiða af sér vellíðan, hvort sem hún kemur fram í fatastærðinni eða ekki.

Darren Curnoe segir betur frá þessu í myndbandinu hér að neðan sem birtist á youtube-rás University of New South Wales nýlega.