24

Gjarnan er kvartað yfir löngum vinnuvikum og bíðum við oft í ofvæni eftir að helgarfíið komi. En hvaða áhrif hefur hin hefðbundna 40 tíma vinnuvika á okkur? Ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar gætu áhrifin á heilann í það minnsta verið neikvæð í einstaklingum sem eru eldri en 40 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Melbourne Institute Working Paper Series.

Þátttakendur í rannsókninni voru 6.500 talsins, 3.000 karlmenn og 3.500 konur, sem öll voru eldri en 40 ára. Til að meta áhrif mismunandi vinnustunda á vitræna getu svöruðu þátttakendur spurningum á sviðum minnis, lesturs og athygli.

Niðurstöðurnar voru sambærilegar á milli kynjanna en í báðum kynjum virtis 25-30 klukkustunda vinnuvika vera ákjósanleg til að hámarka vitræna getu. Ef þátttakendur unnu meira hafði það neikvæð áhrif á niðurstöður þeirra úr prófunum.

Það virðist þó heldur ekki vera að styttri vinnuvika en 25 tímar sé af hinu góða. Þeir sem unnu minna en 25 klukkustundir á viku gekk einnig verr á prófunum. Skárra var þó að vinna ekkert en að vinna of mikið.

Vert er að taka fram að hér var aðeins verið að skoða tenginguna á milli vinnustunda á frammistöðu. Ekki var horft til þess hvað það var sem olli þessum mun og er því erfitt að draga ályktanir út frá niðurstöðunum. Auk þess náði rannsóknin aðeins til þeirra sem voru eldri en 40 ára svo óvíst er hvort sömu sögu sé að segja um yngra fólk. Tilgáta rannsóknarhópsins er að ástæðuna kunni að rekja til annað hvort streitu eða skorts á svefni en bíða verður frekari niðurstaða til að skeru úr um það hvaða þætti liggja þarna að baki.

Í það minnsta ýta niðurstöðurnar undir að sú vinsælu hugmynd að stytta vinnuvikuna í sex klukkustundir á dag til að fá sem mest út úr starfsfólki.