spider-web-2

Í háskólanum við Bayreuth í Þýskalandi varð til á dögunum E. coli sem framleiðir silki. Bakterían var, ótrúlegt en satt ekki bitin af kónguló heldur hafa vísindamenn sett inní hana gen úr kónguló sem gerir henni kleift að búa til silki, sama efni og byggir kóngulóavef.

Thomas Scheibel leiddi hópinn sem tók silkiframleiðslu í bakteríum skrefi lengra en áður hefur verið gert. Hingað til hafa vísindahópar miðað á að láta bakteríurnar búa til 2 prótín, annað þeirra myndar kristalla en hitt myndar gel. Í þessari ný birtu rannsókn er bakterían látin búa til 4 mismunandi efni, kristallana, gelið og svo tvö prótín sem hafa áhrif á uppröðun efnanna.

Bakterían gefur ekki frá sér silkivefi, heldur þarf að vinna það eftir að silkið hefur verið einangrað úr bakteríunni. Það sem kemur beint úr bakteríunni eru stakir þræðir eða trefjar. Silkið sem bakterían gerir hefur ekki jafnmikla burðargetu og kóngulóa silki en hins vegar er bakteríusilkið teigjanlegra. Vísindahópurinn sér fyrir sér að silkið muni koma sér vel í loftpúða í bílum í framtíðinni.

Hér má lesa meira um málið.