FossilCalibrationDatabase_graphic_1024

Nýr, opinn, rafrænn gagnabanki, þar sem þekkingu um þróun lífs á jörðinni er safnað saman, opnaði í gær, 25. febrúar 2015. Sameindalíffræðingar, steingervingafræðingar og tölvunarfræðingar hafa nú sameinað krafta sína til að búa til gagnabanka þar sem hægt er að raða púslum þróunarfræðinnar saman, allavega þeim brotum sem nú þegar hafa uppgötvast.

Steingervingafræðingar skoða steingervinga og geta tímasett með þó nokkurri nákvæmni hvenær í jarðsögunni þeir verða til. Það sem líffræðingarnir leggja til málanna eru svo rannsóknir á aðskilnaði tegunda. Með því að bera saman erfðamengi skyldra tegunda er hægt að fylgja stökkbreytingum á erfðaefninu og búa þannig til nokkurs konar tímalínu tegundamyndunnar. Þegar tímasetja á aðskilnað tegunda með aðferðum sameindalíffræðinnar er mikilvægt að hafa upplýsingar um aldur steingervinga til hliðsjónaar.

Það má því segja að sameindalíffræðin og steingervingafræðin séu sitt hvor hliðin á saman pening. Þegar báðar hliðar peningsins eru skoðaðar verður auðveldara að fá heildarmynd á þróunarsöguna. Gagnabankinn er hannaður til þess að safna saman lykilupplýsingum úr þróunarsögunni svo þær verði aðgengilegar vísindamönnum en einnig almenningi. Það er Palaeontoliga electronica, ritrýnt tímarit, sem hýsir gagnabankann, en hann má skoða hér.

Verkefninu var stýrt af Daniel T. Ksepka við Bruce Museum, Connecticut í Bandaríkjunum, Matthew Phillips við Queensland University of Technology í Ástralíu og James F. Parham við California State University, Fullerton einnig í Bandaríkjunum.

Fréttatilkynningar um málið má sjá hér og hér.