Screen Shot 2016-04-06 at 10.27.54

Drónar verða sífellt vinsælli en lögreglunni hefur reynst erfitt að eiga við þá séu þeir á stöðum í leyfisleysi. Nú kann lögreglan í Hollandi að hafa fundið lausn á vandanum en þeir hafa þjálfað erni til að að aðstoða sig.

Lögreglan hefur hafið samstarf við samtökin Guards From Above sem sérhæfir sig í að þjálfa ránfugla í störf í öryggisgeiranum. Með þjálfun má fá ernina til að líta á dróna sem bráð og ráðast þeir því á þá og koma þeim niður á jörðina.

Verkefnið er eingöngu á tilraunastigi eins og er en vonir standa til að hægt verði að nýta ernina í þessum tilgangi í framtíðinni.