smart

Hvernig getum við mælt gáfur? Í gegnum tíðina hefur sýnt sig að mælingar á gáfu eru ekki eins einfaldar og ætla mætti, t.d. hafa greindarvísitölupróf verið mjög gagnrýnd fyrir að mæla einungis ákveðnar tegundir gáfna. Stundum eru gáfur líka mældar með virkni heilastöðva, en þar sem heilinn er líka bæði flókið fyrirbæri og lítt skilinn er ekki víst að allar slíkar mælingar gefi betri mynd af því hversu gáfaður maður er.

Business Insider – science tók saman skemmtilegt vídeó þar sem fimm þættir eru taldir upp sem vísindamenn telja að geti gefið vísbendingar um gáfur.

En hvað telur helst? Það eru gen, að vera elsta systkinið, að vera nátthrafn, að spila á hljóðfæri og ótrúlegt en satt að hafa prófað eiturlyf. Ástæðurnar bak við hvert atriði eru mismunandi og gáfurnar eru metnar útfrá bæði greindarvísitölu og/eða virkni heilans. En kannski liggur svarið einmitt í því hversu flókið það er að mæla gáfur, gáfur eru svo ótrúlega mismunandi og margbreytilegar að það er útí hött að reyna að mæla þær með einni stakri mælingu.

Myndbandið hér að neðan er engu að síður skemmtilegt og fræðandi.