Kannist þið við kenninguna um sjötta liðs tengingu allra í heiminum? Kenningin gengur útá það að allir geta tengt sig við alla í heiminum í gegnum aðeins sex aðila. Það þýðir að þegar ég fer í matvöruverslun í Síle, get ég rakið tengingu frá mínum vinahóp til manneskjunnar sem afgreiðir mig og tengingin á milli okkar telur aðeins sex manneskju.

Þetta hljómar ekki sérlega líklegt, en ef við gerum ráð fyrir að hver og einn þekki 44 manneskjur, nægilega vel til að heilsast úti á götu. Hver þessara 44 manneskja þekkir svo aðrar 44 manneskjur sem eru ótengdar hinum hópnum. Ef við búum til sex svona net þá telur það 7,26 milljarða af fólki sem er þokkalega nálægt fjölda fólks á jörðinni. En gallinn er að þessi tengslanet eru ekki óháð hverju öðru, tengingar innan tenglsaneta eru gríðarlega margar.

Í myndbandinu hér að neðan sem gefið er út af Veritasium fer Derek Muller yfir þær kenningar sem hafa verið í gangi og hversu líklegt það er að við gætum tengt okkur við til dæmis Angelu Merkel. Með vaxandi fjölda fólks í heiminum ætti liðunum milli fólks nefnilega að fjölga, en tæknin gerir okkur kleift að minnka bilið á milli okkar umtalsvert og stækka þannig tengslanetið okkar í leiðinni.