maxresdefault-1

Kolvetni fá stundum neikvæðan stimpil á sig, enda er þau að finna í ýmsum matvælum sem ekki er æskilegt að borða í miklu magni. Á undanförnum árum hefur lágkolvetnamataræði orðið vinsælt og bregða margir á það ráð að takmarka inntöku kolvetna að miklu leyti til að missa aukakílóin. Kolvetni eru þó auðvitað misjöfn og þau er að finna í mikilvægum fæðuflokkum, til dæmis ávöxtum og grænmeti.

Í nýjum þætti frá SciShow er farið yfir það hvað kolvetni eru og hvort þau séu hreinlega misskilin.