grillad_hraun

Jú jú, Ísland verður ekki með í keppninni og spáð er rigningu að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. En fyrir þá sem ætla samt sem áður að grilla yfir keppninni mælum við með eftirfarandi myndbandi.

Jarðvísindamaður við Syracuse University Jeffrey Karson að nafni ásamt kokkinum Sam Bompas og listamaninum Robert Wysocki hafa hannað grill sem notar fljótandi hraun sem hitauppsprettu.

Það þarf varla að taka það fram að grillið nær margföldum hita miðað við hefðbundin grill en það nær allt að 2000°C. Í myndbandinu hér að neðan sést þegar kokkurinn Sam Bompas grillar steik á örskömmum tíma.

Hugmyndin kviknaði upphaflega þegar Sam Bompas fór og grillaði á raunverulegu eldfjalli í Japan. Uppfrá því hófst vinna við að reyna að hanna grill þar sem notast var við sömu aðferð, þ.e. fljótandi hraun. Þetta er ekki eitthvað sem við mælum með að þið prófið heima en hugmyndin og framkvæmdin er engu að síður flott.