nasa

Í dag, 30. júní fáum við auka sekúndu í daginn. Þessi dagur er því extra langur og eins gott að nýta hann vel.

Ástæðan fyrir aukasekúndunni er sú að það tekur jörðina ekki nákvæmlega 24 klst að fara hringinn í kringum sjálfa sig heldur bætast tvær millisekúndur við hvern dag, þ.e. 0,002 sekúndur. Þannig er hver sólarhringur að meðaltali 86.400,002 sekúndur. Til að bæta upp fyrir það er einni sekúndu bætt við dagana 30. júní eða 31. desember á rúmlega árs fresti og það vill svo til að einn þessara daga er í dag.

Við munum sennilega ekki finna mikið fyrir því að klukkan verður 23:59:60 áður en fyrsti júlí rennur upp, en gangur sólarinnar er líklega ekki sá fasti punktur í tilverunni sem maður reiknaði með þar sem til dæmis veður getur haft áhrif á hversu margar millisekúndur bætast við hvern dag. Það sést best á því að á árunum 1972-2000 var u.þ.b. einni sekúndu bætt við á hverju ári, en eftir árið 2000 hefur aukasekúndunum fækkað stórlega og má þess geta að þetta er einungis í fjórða skiptið sem sekúndu er bætt við 30. júní síðan um aldamót.

Í meðfylgandi myndbandi útskýra vísindamenn frá NASA hvernig tímamunurinn er raunverulega reiknaður út. En einnig er hægt að lesa sér nánar til hér.