Mynd: Facebook
Mynd: Facebook

Samfélagsmiðillinn Facebook er duglegur að bæta við sig nýjungum og virðist vera von á fleirum á næstunni. Í gær sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu um það að verið væri að prófa nýjar myndbandaviðbætur fyrir iPhone síma.

Meðal viðbótanna eru möguleikinn á því að horfa á myndband á meðan flett er í gegnum fréttaveituna eða á sama tíma og skilaboð eru skrifuð. Einnig verður boðið upp á þann möguleika að vista myndbönd til að geta horft á þau seinna auk þess sem vefsíðan kemur til með að koma með ábendingar um myndbönd fyrir notendur.

Hægt er að kynnast þessum nýju möguleikum betur í myndbandinu hér að neðan:

Facebook Media – Testing New Video Experiences on Facebook | Facebook