Flag_20x30

Loksins lítur út fyrir það að Jörðin gæti fengið sinn eigin fána. Fáninn á myndinni hér að ofan var hannaður af Oskar Pernefeldt við Beckmans College of Design í Svíþjóð. Pernefeldt hannaði fánann sem hluta af lokaverkefni sínu í grafískri hönnun með alstoð frá LG og BSmart. Einnig virðist vera að NASA hafi komið að verkefninu en óljóst er að hvaða leiti það var, að sögn ScienceAlert.

Pernefeldt segir að hringir fánans myndi blóm sem sé táknmynd lífs á Jörðu. Hringirnir tengjast síðan allir rétt eins og allir hlutir jarðast tengjast á einhvern hátt. Blái liturinn táknar hafið og vatnið sem er nauðsynlegt fyrir líf á Jörðu.

Hugmyndin er skemmtileg þó það sé harla ólíklegt að nokkur geimvera muni sjá fánann á næstu árum. Hvatinn óskar öllum íbúum Jarðar til hamingju með nýja fánann – að því gefnu að hann verði formlega samþykktur.

Í myndbandinu hér að neðan má síðan sjá Pernefeldt fjalla um fánann og hönnun hans.