Mynd: JUPITERIMAGES
Mynd: JUPITERIMAGES

Fimm, eða jafvel 10, sekúndna reglan er vinsæl afsökun til að borða mætvæli sem dottið hafa á gólfið, enda er fátt leiðinlegra en að missa góðan mat. Hugmyndin að baki henni er nokkuð einföld en hún byggir á því að það taki bakteríur lágmark fimm sekúndur að flytjast yfir á matvælin. Nú virðist fimm sekúndna reglan hafa verið afsönnuð fyrir fullt og allt í grein sem birt var í tímatinu Applied and Environmental Microbiology.

Reglan hefur reyndar áður verið hrakin, til dæmis í sjónvarpsþáttum, en fram að þessu hafa birtingar í ritrýndum tímaritum verið takmarkaðar. Próferssorinn Donal Schaffner og samstarfsfélagar hans við Rutgers University ákváðu breyta þessu og framkvæmdu ítarlega rannsókn til að freista þess að afsanna regluna.

Í rannsókninni voru fjórar gerðir matvæla (vatnsmelóna, brauð, brauð með smjöri og hlaup) prófuð á fjórum mismunandi flötum (teppi, stáli, flísum og við). Öll matvælin voru prófum á öllum flötum í mismunandi tíma: eina sekúndu, fimm sekúndur, 30 sekúndur og 300 sekúndur. Að auki var bakterían Enterobacter aerogenes, sem er að finna í meltingarvegi mannfólks, ræktuð og henni dreift á feltina áður en tilraunin fór fram.

Um 128 mismunandi aðstæður var að ræða og var hver þeirra endurtekin 20 sinnum. Vísindamennirnir höfðu því 2.650 mælingar til að vinna úr.

Eftir úrvinnslu gagnanna kom í ljós að flestar bakteríur var að finna á vatnsmelónum en fæstar á hlaupinu og virðist vera að raki í matvælunum sem skiptir þar máli. Þetta var í samræmi við það sem rannsóknarhópurinn bjóst við, enda hafa bakteríur ekki fætur og flytjast betur til í raka en í þurrki.

Einnig kom í ljós að því lengur sem matvælin voru í snertingu við flötinn, því meiri varð bakteríumengunin. Í sumum tilfellum gátu bakteríur flust yfir á matvælin á innan við sekúndu. Flöturinn sem matvælin lentu á skipti auk þess máli en lengstan tíma tók fyrir þær að flytjast af teppi yfir á matinn.

Rannsóknarhópurinn telur að með þessu sé búið að afsanna fimm sekúndna regluna fyrir fullt og að reglan sé í raun einföldun á því sem á sér stað.