aquariums-bg_s01

Þegar við hugsum um hluti sem bæta líðan eru fiskabúr kannski ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtar voru í tímaritinu Environment and Behaviour benda þó til þess að fiskabúr bæti skap fólks og hafi marktæk áhrif á hjartsláttartíðni og blóðþrýsting.

Rannsóknarhópurinn skoðaði viðbrögð fólks þegar það eyddi tíma fyrir framan búr á sædýrasafni. Kosturinn við sædýrasafnið var að vísindamennirnir vissu nákvæmlega hversu margar tegundir og einstaka fiska var að finna í hverju búri og gátu því skoðað hvort fjöldi fiska hefði áhrif á niðurstöðurnar.

Í ljós kom að því fleiri sem tegundirnar voru því betri voru áhrifin á skap, blóðþrýsting og hjartsláttartíðni á tíu mínútna tímabili. Mestu lífeðlisfræðilegu breytingarnar voru á fyrstu fimm mínútunum og stöðnuðu síðan. Það sem var líklega áhugaverðast er að það sama áttu ekki við um lund fólksins: það varð sífellt hamingjusamara eftir því sem lengri tími leið.

Í rannsóknum sem þessum geta margar breytur haft áhrif en vísindamennirnir prófuðu einnig áhrif þess að láta fólkið horfa búrin án þess að fiskarnir væru í þeim til að sannreyna að það væri líffræðilegur fjölbreytileiki sem hefði áhrif en ekki róandi áhrif frá umhverfi fiskanna. Auk þess var rannsóknin gerð á opnunartíma sædýrasafnsins svo upplifunin væri sem eðlilegust. Tóm búr höfðu einnig róandi áhrif á þátttakendur en áhrifin jukust þegar fiskum var bætt í búrið.

Rannsóknarhópurinn hefur áhuga á því að kanna hvort hægt sé að nota niðurstöðurnar í heilbrigðisgeiranum. Ef það reynist vera hægt gæti myndbandsupptaka af fiskum til dæmis verið notuð í biðstofum sjúkrahúsa til að hafa jákvæð áhrif á gesti hennar.

Heimild: BBC