655874c8-1b24-44a2-b926-56c8dca10470-2060x1236

Kakkalakkar koma ekki fyrstir upp í hugann þegar hugsað er um hvernig skuli bjarga mannslífum en samkvæmt nýrri rannsókn gætu þeir verið nýttir til þess í framtíðinni.

Rannsóknarhópur við Texas A&M University hefur þróað vélstýrða kakkalakka sem hægt er að stjórna betur en vélmennum við erfiðar aðstæður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vélstýrðir kakkalakka hafa verið búnir til en í þessari rannsókn eru heilar kakkalakkanna örvaðir beint, sem er nýjung. Kakkalakkarnir bera bakpoka sem er tengur beint í heilann en með því að örva ákveðin svæði í heilanum er hægt að stjórna hreyfingum dýrsins og beina því í rétta átt. Kakkalökkunum er einnig hægt að stjórna þráðlaust ólíkt fyrri tilraunum þar sem þeir voru tengdir við stjórntæki.

Kosturinn við að nota kakkalakka frekar en vélmenni er sú að þeir eru nú þegar útbúnir fyrir erfiðar aðstæður og hægt er að nýta eðlishvöt þeirra við hættulegar aðstæður. Þá þarf heldur ekki að hlaða líkt og vélstýrðum tækjum því þeir geta einfaldlega drukkið og borðað sjálfir.

Hugmyndin er að hægt sé að nota vélstýrða kakkalakka til dæmis til þess að leita að fórnarlömbum í rústum við erfiðar aðstæður. Þí er enn er langt í land og er næstu skref rannsóknarhópsins að útbúa kakkalakkana með myndavélum, hljóðneumum og other skynjunarbúnaði svo auðveldara sé að stýra þeim. Auk þess er stefnan að lágmarka stærð búnaðarins til þess að minnka álaga á kakkalakkana og auka hreyfigetu þeirra.

Greinin var birt í the Journal of the Royal Society Interface og má finna hana í fullri lengd hér.