remote

Í gegnum tíðina hefur sjónvarpstæknin tekið ótrúlegum framförum. Fyrstu sjónvörpin voru svarthvít, síðar komu sjónvörp í lit og einnig sjónvörp með áfastri fjarstýringu. Á einhverjum tímapuntki losnaði fjarstýringin frá sjónvarpinu og fékk þá nafn með rentu sem fjarstýring. Nýjasta tæknin er snjallsjónvörp og vonast nú tæknimenn innan BBC tækniþróunardeildar að næsta skref verði að fjarstýra sjónvarpinu með hugarorkunni.

Tæknin byggist á því að mæla heilastarfsemi. 10 manna prufuhópur prófaði tæknina nýverið og urðu viðbrögðin mjög misjöfn. Sumum gekk mjög vel að nota tæknina með aðrir áttu ekki eins auðvelt með þetta. Flestir voru nú samt sammála um að þetta væri stórkostleg tækninýjung.

Til að nota hugarorkuna til að velja stöð þarf að vera með tæki á höfðinu sem skynjar virkni í heilanum. Þegar viðkomandi sér val um þætti á skjánum þarf viðkomandi að einbeita sér að því hvaða þátt hann eða hún vill sjá og þá birtist hann. Þetta snýst sem sagt um að tækið skynjar hugsanir þínar. Það getur reynst fólki miserfitt að einbeita sér nægilega mikið að því sem það vill horfa á og því var miserfitt fyrir prufuhópinn að prófa græjuna. En æfingin skapar meistarann.

Það má því segja að með þessari tækni sé úr sögunni að horfa heilalaust á sjónvarpið, nú þurfi í raun heilmikla einbeitingu til.

Hægt er að lesa umfjöllun BBC um málið hér