tearry

Forvitni spilar stórt hlutverk í vísindunum og var það einmitt forvitni sem varð til þess að ljósmyndarinn Maurice Mikkers, sem einnig er með bakgrunn í læknavísindum, ákvað að skoða tár undir smásjá. Úr þessu spratt verkefni sem Mikkers hefur nefnt The Imaginarium of Tears og samanstendur af fjölda ljósmynda af tárum undir smásjá.

Eins og Hvatinn hefur áður fjallað um eru til þrjár gerðir af tárum: grunntár, viðbragðstár og tilfinningatár og líkt og sést á myndunum hér að neðan er ekkert tár eins.

Mikkers vildi með verkefninu skoða hvort hægt væri að sjá mun á táragerðunum þremur undir smásjá og skoðaði hann þess vegna tár vina sinna við mismunandi aðstæður, til dæmis við það að skera lauk og að setja chilli í augun.

Mikkers tókst ekki að finna neinn sérstakan mun á táragerðunum en með því að leyfa tárunum að kristallast á smásjárgleri gat hann myndað fjölbreytileika táranna. Sjón er sögu ríkari!

tears2

tears3

fantear

emotiontear