Evolution-of-Printing

Við þekkjum öll til þrívíddar prentunar, þó sú hugmyndafræði sé tiltölulega ný af nálinni. Nú hefur vísindamönnum tekist að bæta fjórðu víddinni við, það er tíma.

Þetta þýðir að við getum prentað til dæmis líffæri sem við hönnum og teiknum eins og gert er í þvívíddarprentun, en við bætist sá eiginleiki að hluturinn getur tekið breytingum við mismunandi áreiti.

Vísindahópur við University of Wollongong hefur nú þegar prentað hjartaloku sem bregst við vökva og hitastigi, þ.e. opnast og lokast. Þessi tækni gefur okkur möguleikann á að búa til líffæri til gjafa ef vel tekst til.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem Marc in het Panhuis útskýrir þessa nýju tækni.