2000

Nýr steingervingur sem fannst í Bandaríkjunum gæti hafa verið efstur í fæðukeðjunni áður en risaeðlurnar komu fram á sjónarsviðið.

Fornleifafræðingar fundu hluta af höfuðkúpu dýrsins, hrygg og hluta úr framfótum í námu í Norður Karolínufylki Bandaríkjanna. Þeir útbjuggu í kjölfarið þrívíddarmynd af höfukúpunni og fylltu inn í eyðurnar með hlutum úr höfuðkúpum annarra skyldra dýra.

Dýrið, sem hefur fengið latneska heitið Carnufex carolinensis og er talið er vera forfaðir kródódíla, var um þriggja metra langt og fimm metrar á hæð. Það hafði langt trýni, flugbeittar tennur og gekk upprétt á tveimur fótum. Carnufex er eitt af frumstæðustu forverum krókódíla sem fundist hafa og tilheyrir flokki skriðdýra sem kallast crocodylomorphs.

Heimild: The Guardian