couple-on-beach

Sambönd eru flókin en stærðfræðingurinn Hannah Fry hefur talað fyrir því hvernig má nýta stærðfræði til að skilja þau betur.

Fry starfar við University College London og hefur meðal annars gefið út bókina The Mathematics of Love auk þess að tala um málefnið á ráðstefnu TED. Hún byggir meðal annars á niðurstöðum sálfræðingsins John Gottman sem hefur ásamt rannsóknarteymi sínu rannsakað hundruðir para.

Rannsóknir Gottman hafa sýnt að einstaklingar í samböndum sem líklegri eru til þess að endast eiga fleiri jákvæð samskipti en önnur pör. Þeir sem eru í áhættu fyrir sambandslitum eða skilnaði eiga það hins vegar frekar til að eiga í neikvæðum samskiptum.

Equation

Gottman og stærðfræðingurinn James Murray leiddu saman hesta sína og bjuggu til eftirfarandi formúlu sem spáir fyrir um það hversu jákvæðir eða neikvæðir einstaklingar í samböndum verða þegar líður á samtal.

Equation2

Í formúlunni merkir w skap konunnar almennt, rwWt er skap hennar þegar hún er með eiginmanni sínum og IHW eru þau áhrif sem gjörðir eiginmannsins hafa á hana. Þessu er svo öfugt farið í formúlu eiginmannsins. Vert er að taka fram að þó svo að í formúlunni sé um að ræða hjónaband karls og konu gildir hún að sjálfsögðu líka um sambönd samkynhneigðra og ógiftra para.

Equation3

Í ljós kom að það sem mestu skipti í því hvernig samtal hjónanna þróaðist voru þau áhrif sem þau höfðu hvort á annað. Ef eiginmaðurinn sagði eitthvað jákvætt var líklegt að konan myndi bregðast við á jákvæðan hátt. Hún sýndi aftur á móti neikvæð viðbrögð ef hann til dæmis greip fram í fyrir henni eða sýndi aðra neikvæða hegðun. Ákveðinn neikvæðnisþröskuldur er síðan til staðar og þegar yfir hann er komið bregðast einstaklingar harkalega við.

Fry segir að í samböndum þar sem báðir einstaklingar telja sig vera hamingjusama er neikvæð hegðun talin óvenjuleg. Í neikvæðum samböndum er þessu öfugt farið og neikvæð hegðun er talin eðlileg. Til dæmis gæti eiginmaður talið að það að konan hans sé pirruð sem dæmigert fyrir hana enda sé hún svo sjálfselsk. Eiginmaður í góðu sambandi myndi frekar telja að konan hans væri pirruð því hún hafi átt slæman dag í vinnunni eða sofið illa um nóttina.

Það kemur kannski á óvart að pörin sem eru í bestu samböndunum eru ekki þau sem hafa hæsta neikvæðnisþröskuldinn heldur þau sem hafa lágan. Í góðum samböndum eru pör dugleg að vinna stöðugt í því að bæta sambandið með því að ræða þau vandamál sem upp koma strax, þó þau séu lítil, frekar en að bæla niður tilfinningar sínar þar til allt fer í háaloft.