headtransplant

Svo virðist sem Sergio Canavero haldi áfram að koma hugmynd sinni um höfuðágræðslu á framfæri. Þessa dagana er hann staddur í Bandaríkjunum að kynna hugmyndir sínar fyrir kollegum sínum þar í landi.

Nú þegar hefur rússneskur maður, Valery Spiridonov, Werding-Hoffmann sjúkdómnum samþykkt að vera fyrsta tilraunadýr læknisins. Werdig-Hoffman er sjaldgæfur vöðvahrörnunarsjúkdómur, en ástand Spiridonov er slíkt að hann missir brátt mest allan mátt í líkamanum og sér þess vegna fram á að ná hugsanlega bata ef tilgáta Canavero, um hvernig best er að græða saman mænuskurði reynist rétt og ef skurðaðgerðin heppnast.

Enn og aftur heyrast efasemdarraddir úr ýmsum áttum varðandi aðgerðina, og kannski ekki að furða því hér er um einstaklega stórt inngrip að ræða. Enn sem komið er eru vísindamenn enn að þróa áfram vefjaverkfræði, sem byggir á því að geta ræktað vefi í frumurækt, svo við virðumst eiga langt í land með að græða höfuð á nýjan búk. Að auki má nefna að rannsóknir á líffærafræði mannslíkamans eru enn í fullum gangi og er þá skemmst að minnast nýuppgötvaðra æða sogæðakerfisins. Þá eru enn ótalin öll þau siðferðilegu álitamál sem vakna við slíkar aðgerðir.

The guardian fjallaði um málið um helgina

Hvatinn mun halda áfram að fylgjast með framgangi Canavero og þessari mjög svo umdeildu skurðaðgerð sem hann hyggst framkvæma árið 2017.

Lesið einnig fyrri umfjallanir Hvatans um Sergio Canavero

Höfuð sem fær nýjan líkama?

Hverjar gætu afleiðingar fyrstu höfuðígræðslunnar verið?