Mars-Hubble-giant-1

Ljósmyndir sem áhugamenn um stjörnur tóku í mars og apríl árið 2012 sýna furðulega stróka á yfirborði mars.

Vísindamenn ESA við european space research and technology (ESTEC), í Hollandi, skoðuðu myndir úr Hubble eftir að þeim var bent á strókana. Þá kom í ljós að svipaðir strókar hafa verið myndaðir, án þess að nokkur hafi veitt því athygli, áður. Það var á árunum 1995-1999 og að auki komu fleiri áhugaljósmyndarar fram með myndir frá 2001-2014 þar sem fyrirbærin eru einnig mynduð.

Strókarnir, sem myndaðir voru árið 2012 voru um 250 km há, og virðast spanna 1000*500 km svæði. Í svona mikilli hæð er erfitt að greina hvort strókarnir séu innan lofthjúps plánetunnar. Þeir mynduðust á undir 10 klukkustundum og sáust í um 10 daga.

Vísindamenn hafa enn ekki geta staðfest úr hverju strókarnir eru myndaðir en nokkrar hugmyndir hafa verið settar fram, að þarna sé um að ræða einhvers konar vatns-ský eða kolefnisdíoxíð-ský. Sumir halda að þetta sé ryk af plánetunni og enn aðrir segja að þetta sé birta frá norðurljósum, en norðurljós eru þekkt fyrirbæri á mars.

Hægt er að lesa meira um málið hér