screen-shot-2017-04-01-at-11-51-07

Hægt er að finna fylgni á milli ótrúlegustur hluta. Til dæmis er tölvuert mikil fylgni á milli fjölda dauðsfalla vegna drukknunar á ári og fjölda Nicolas Cage mynda sem gefnar voru út sama ár. Það er ekki þar með sagt að kvikmyndirnar valdi drukknunum, með öðrum orðum er ekki orsakasamhengi þar á milli þrátt fyrir að fylgni sé til staðar.

Í túlkun niðurstaða vísindarannsóknar er mikilvægt að hafa þetta í huga en oft getur verið erfitt að grein á milli fylgni og orsakasamhengis. Í myndbandinu hér að neðan frá AsapSCIENCE er farið yfir muninn á milli fylgni og orsakasamhengis og nokkur tilfelli þar sem niðurstöður rannsókna voru túlkaðar rangt.