extra_large-1475491327-cover-image

Vikan sem nú stendur yfir er ansi merkileg vísindalega séð því Nóbelsnefndin tilkynnir á næstu dögum hverjir hljóta Nóbelsverðlaun þetta árið. Fyrsti verðlaunahafinn var tilkynntur í gær og var það Yoshinori Ohsumi sem hlaut Nóbelsverðaun í lífeðlisfræði og læknisfræði fyrir rannsóknir sínar á sjálfsáti frumna.

Sjálfsát er leið líkamans til að losa sig við sködduð frumulíffæri og gölluð prótein og er því einskonar sjálfhreinsibúnaður. Oshumi, sem er örverufræðingur, hefur meðal annars staðið að rannsóknum sem hafa staðsett gen sem kóða fyrir sjálfsáti og sýnt hvernig villur í kóðanum geta tengst sjúkdómum á borð við krabbamein og sykursýki 2.

Seinna í dag verður tilkynnt hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði að þessu sinni, á miðvikudaginn eru það síðan verlaun í efnafræði og á föstudaginn verður næstu handhafi friðarverðlauna Nóbels tikynntur.

Á YouTube rás Nóbelsverðlaunanna má fylgjast meða gangi mála.