Leikurinn Pokémon Go hefur heltekið líf margra snjallsímanotenda á síðastliðinni viku en ef marka má fjölda Twitter færsla gæti leikurinn haft jákvæð áhrif á þá sem glíma við þunglyndi og kvíða.
Pokémon Go krefst þess að notendur fari út og leiti að Pokémon til að safna. Til að geta spilað leikinn þarf notandinn því óhjákvæmilega að yfirgefa húsið og hreyfa sig. Þetta er einmitt eitthvað sem margir þunglyndir og kvíðnir einstaklingar eiga erfitt með að gera og hafa margir einstaklingar sem glíma við kvíða og þunglyndi birt færslur um þau jákvæðu áhrif sem þeir finna fyrir eftir að þeir hófu að spila leikinn.
Nú hefur Pokémon Go aðeins verið til í um viku og er því ómögulegt fyrir vísindamenn að segja til um hvaða áhrif smáforritið hefur á notendur þess. Sálfræðingurinn John M. Grohol bendir þó á vefsíðunni PsychCentral að hver rannsóknin á fætur annarri hafi sýnt fram á að aukin líkamsrækt hafi jákvæð áhrif á geðheilsuna. Erfitt reynist þó að hvetja einstaklinga með geðsjúkdóma til að stunda hana.
Með tilkomu Pokémon Go skapast þó hvatning fyrir fólk, sem hefur áhuga á leiknum, að yfirgefa húsið og kanna umhverfi sitt. Ekki er víst að það hafi verið það sem framleiðendum leikjarins gekk til þegar þeir hönnuðu leikinn en ef rétt reynist verður aukaverkunin að teljast jákvæð.
Nokkur tíst frá notendum sem telja leikinn hafa hjálpað sér í baráttunni við þunglyndi og/eða kvíða má sjá hér að neðan.
#PokemonGo has already been a better treatment for my depression than anything my doctor prescribed or therapist recommended
— Jesseanne Pope (@gleefullyhello) July 11, 2016
#PokemonGO this is actually making me want to leave my room and interact with people finally after years of depression I love this so much
— Amy (@amyxplier) July 10, 2016
Took another 4 mile walk and talked to 4 people along the way. #PokémonGo may solve obesity and social anxiety in one app.
— Allan (@AllanTries) July 10, 2016
#PokemonGO has changed me so much for the better in only a week. Dealing with BPD, depression& anxiety it has helped me get out of the house
— Lara (@38Violetqueen) July 11, 2016
#PokemonGO is gunna cure my social anxiety. Everyone has been so nice. People are not as scary as originally perceived.
— Captain Naomi (@CptNaomi) July 11, 2016
I know this sounds silly but #PokemonGo has helped me a lot with my social anxiety by encouraging me to go out more.
— •Shep (@StickySheepu) July 10, 2016