_85257337_63b9f363-956a-43ad-b6d5-c7fb25df93be

Á föstudaginn síðastliðinn komu nokkrir nýliðar NASA sér fyrir í hvelfingu nálægt eldfjalli á Hawaii til að undirbúa sig fyrir það hvernig lífið á Mars gæti verið.

Áætlað er að geimferð til Mars gæti tekið um eitt til þrjú ár en ætlunin er að fólkið dvelji í búðunum á Hawaii í eitt ár til að upplifa það hvernig það gæti verið að lifa í búðum NASA á rauðu plánetunni. Um er að ræða sex einstaklinga sem koma til með að eyða næsta árinu í hvelfingunni án þess að anda að sér fersku lofti og borða ferskan mat. Lítið verður um einkalíf í hvelfingunni enda er það aðeins 11 metrar í þvermál og sex metrar á hæð.

Íbúar þess eru franskur geimlíffræðingur, þýskur eðlisfræðingur auk fjögurra geimfara: flugmanni, arkitekts, blaðamanns og jarðvegsvísindamanni.

Hver einstaklingur hefur lítið sleeping cot og skirfborð í herbergi sínu og má sjá hvernig tilvonandi marsfararnir búa á myndinni hér að neðan.

_85255441_5d555586-94c1-4743-9d50-d92b1ed6d907

Heimild: BBC