Gínuáskorunin (e. mannequin challenge) hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarið og hafa Hillary Clinton, Adele og Cristiano Ronaldo meðal annars tekið þátt í henni. Vísindamenn hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa fjölmargir rannsóknarhópar og háskólanemar tekið þátt.
Hér að neðan má sjá nokkur myndbandanna. Í því fyrsta má sjá Dong rannsóknarhópinn við University of Californa, Irvine.
Næst eru það Livemore National Lab og örveru- og ónæmisfræðideild Weill Cornell Medical College í New York.
Loks hafa tannlæknanemar duglegir að birta gínuáskoranir og má sjá myndbönd frá tannlæknadeildum University of Colarado og University of Pennsylvania hér að neðan.