researchkit_2

Fyrir rúmu ári síðan setti Apple á markað snjallforritið ResearchKit sem ætlað var að leiða saman vísindamenn og almenning. Í smáforritinu geta vísindamenn hannað rannsóknir sem almenningur getur tekið þátt í en óljóst var hversu mikið forritið yrði nýtt.

Síðan þá hafa smærri stofnanir í Bandaríkjunum byrjað að nýta sér tæknina en nýjasta viðbótin í hópinn er lyfjarisin GlaxoSmithKleine. Fyrirtækið hyggst nota smáforritið til að rannsaka liðagigt og er þetta fyrsti lyfjarisinn sem nýtir sér tæknina.

Með rannsókninni vilja vísindamenn fyrirtækisins reyna að skilja það hvernig og hversu mikið sjúkdómurinn hefur á daglegt líf þeirra sem þjást af honum. 300 þátttakendur taka þátt með því að svara spurningum daglega í smáforritinu, bæði um einkenni sjúkdómsins og líkamlega og andlega líðan.