happiness

Það er svo gaman að hlæja, alveg fáránlega gaman! Jafnvel þó tilefnið sé ekki stórt. Hlátur og gleði koma líka af stað alls konar hormónaflæði í heilanum á okkur svo okkur líður vel þegar við gleðjumst. Ef þið hafið einhvern tíman setið í góðra vina hópi og smitast af gleði vina ykkar, þá er ástæðan ekki bara að þið eigið frábæra vini, það stafar líka af því að gleði er raunverulega smitandi, rétt eins og veirusýkingar.

rannsókn sem birtist á dögunum í Proceedings of the Royal Society B sýnir að útbreiðsla gleði í gegnum samfélagsmiðlana passar inní sömu líkön og notuð eru til að skilgreina smithraða sjúkdóma.

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort neikvæðar tilfinningar á samfélagsmiðlum hefðu áhrif á einstaklinga sem kljást við þunglyndi. Niðurstöðurnar voru gleðilegar, neikvæðar tilfinningar eru ekki smitandi og einstaklingar sem glíma við þunglyndi eða aðra geðræna kvilla þjást ekki vegna neikvæðrar umræðu á samfélagsmiðlum. Hins vegar ferðast jákvæðar tilfinningar hratt yfir samfélagsmiðlana og láta fólki líða vel.

Skilaboðin úr þessari rannsókn eru því: höldum áfram að sýna gleði á samfélagsmiðlum og látum þannig gott af okkur leiða.