tcbookletimage2

Það er algengt vandamál meðal barna á aldrinum 2-4 ára að sofa órólega. Foreldrar sem eiga börn á þessum aldri eru margir hverjir þreyttir og pirraðir en er samt sem áður talin trú um að þetta sé allt saman eðlilegt og muni fljótt líða hjá. Nýleg rannsókn sem unnin var við NTNU í Þrándheimi, bendir til þess að ákveðið hlutfall barna eigi við alvarleg svefnvandamál að stríða og að það geti tengst þróun geðrænna kvilla seinna á lífsleiðinni.

Í rannsókninni var rætt við foreldra u.þ.b. 1000 fjögurra ára barna um hegðun barnanna og svefnmynstur þeirra. Tveimur árum síðar voru viðtölin svo endurtekin. Um 20-40% barna kljást við svefnvandamál og eftir viðtölin kom ljós kom sterk tenging milli svefnraskana og geðrænna kvilla við 4-6 ára aldur. Þau börn sem áttu erfitt með að sofna áttu sérstaklega í hættu að greinast með geðræna kvilla síðar á ævinni, eða um það bil sem seinna viðtalið fór fram. Ekki er ljóst hvort svefnraskanir orsaki geðræna kvilla eða geðrænir kvillar orsaki svefnraskanir en líklegast þykir að um hvort tveggja sé að ræða.

Mikilvægt er að börn sem eiga á hættu að þróa með sér geðræna kvilla fái meðferð og aðstoð sem allra fyrst og því er nauðsynlegt að skilgreina hvort svefnhegðun geti gefið foreldrum og fræðimönnum vísbendingar um þróun mála. Áframhaldandi rannsóknir fara fram við NTNU til að skilgreina betur hvaða þáttum þarf að fylgjast með í hegðun barna til að búa þeim betri heilsu í framtíðinni og finna mögulegar fyrirbyggjandi aðgerðir.