150903-cats

Japanir eru þekktir fyrir það að finna upp ýmislegt skrítið og skemmtilegt. Nú hefur Héraðsstjóraembætti Hiroshima sett í loftið kort þar sem hægt er að sjá götur bæjarins Onomichi frá sjónarhorni katta, samkvæmt Popular Science.

Uppátækið er aðeins til gamans gert og virkar á sama hátt og kortin á Google Maps. Kortið bendir til dæmis á það þegar annar köttur eða kattavæn fyrirtæki eru nálægt.

Til stendur að búa til sambærileg kort af fleiri borgum á svæðinu í næsta mánuði en þangað til er hægt að njóta kortsins af Onumichi hér.