google

Google kynnti á dögunum skemmtilega nýjung þar sem hægt er að fylgjast með breytingum sem orðið hafa á jörðinni frá árinu 1984 til dagsins í dag. Nýjungin kallast Timelapse og er hluti af Google Earth Engine sem er nokkurs konar kortakerfi google.

Hægt er að skoða hvaða svæði sem er á jörðinni og þó upplausnin sé vissulega mismunandi eftir svæðum þá er mjög áhugavert að skoða hvernig svæði sem við þekkjum vel í dag litu út fyrir þremur áratugum. Google hefur birt fjöldan allan af myndböndum á youtube en þar er mjög auðvelt að týna sér í að skoða jörðina frá nýju og nýju sjónarhorni.

Breytingarnar sem hafa orðið eru ótrúlegar en mynböndin eru búin til með því að líma saman gervitunglamyndir af ákveðnum svæðum frá síðastliðnum 32 árum. Við látum myndböndin tala sínu máli, en fleiri myndbönd má nálgast hér.

Hér má sjá breytingar sem hafa orðið á Antartica, suðurheimsskautinu

Hér sést hvernig Kaupmannahöfn og Malmö hafa stækkað síðan 1984.

Og hér sést hvernig borgin Dubai varð til.