workout

Nú þegar enn ein átveislan gengur í garð, þar sem kræsingunum verður raðað ofan í landann, með tilheyrandi samviskubiti, er ágætt að renna yfir niðurstöður Alan Barker og félaga við Exeter háskólann í Bretlandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sem birt var í American Journal of Physiology – Heart and Circulatory Physiology segja að erfið æfing í 8 mínútur dugi til að styrkja hjarta og æðakerfið svo feitur matur hafi ekki neikvæð áhrif þar á.

Það er þekkt að hreyfing dregur úr áhrifum óhollrar fæðu í æðakerfinu. Í rannsókn Alan Barker var gerður samanburður á stuttum en erfiðum æfingum og lengri en miðlungserfiðum æfingum. Til að mæla þetta var 20 stráka hóp skipt niður til að gera miserfiðar æfingar. Fyrir og eftir æfingar voru gerða mælingar til að meta áhrif þeirra á æðarnar og blóðflæði. Einnig voru blóðfita og andoxunarefni mæld. Síðan var viðfangsefnunum gefin fiturík máltíð og áhrif hennar á mismunandi hópa einnig mæld.

Í ljós kom að þeir sem tóku stutta en erfiða æfingu högnuðust líkamlega jafnmikið eða meira en þeir sem tóku meðallétta æfingu, sem var þó rúmlega 3var sinnum lengri. Áhrifa gætti þó ekki á blóðfitu eða andoxunarefni.

Til að koma í veg fyrir hjarta og æðasjúkdóma þarf að byrja snemma á lífsleiðinni og ungt fólki ætti strax að huga að því að halda líkamanum heilbrigðum. Við getum glöð farið með þessi skilaboð inní páskana og athugið að gildir ekki halda líkamanum grönnum, heldur er það heilbrigði hans sem skiptir máli.

Hér má svo lesa fréttatilkynningu um rannsóknina.