taste

Grunnbrögðin salt, súrt, sætt og beiskt kannast allir við. Nýlega var fimmta bragðinu bætt í safnið það er umami, en það er bragðið sem til dæmis MSG bætir við matinn og hefur stundum verið nefnt á íslensku bragðfylling.

Nú er útlit fyrir að sjötta bragðið verði skilgreint innan skamms, en það bragð hefur fengið heitið oleogustus sem er latneska og þýðir eiginlega fitubragð. Já þið lásuð rétt nýja bragðið er fitubragð.

Fitubragð getur bæði verið ruglað saman við umami bragðið og beiskt bragð. Það virðist furðulegt þar sem umami á yfirleitt við um eitthvað gott meðan beiskja er yfirleitt merki um skemmd. Fituáferð oft merki um gæði líka en of mikla fitu tengjum við við þráabragð og þar af leiðandi við beiskju líka.

Samkvæmt rannsókn sem unnin var við Purdue University er fitubragðið greinilega sér á báti, það gefur eins og beiska bragðið ákveðinn jákvæðan tón í matvæli þegar passlega lítið er af því en mætti flokka í átt að óbragði ef of mikið finnst af fitubragði. Hvatinn hvetur lesendur sína til að leita eftir þessu bragði í næstu máltíð.