tumblr_n4spa3LUUk1r7ahobo1_1280

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að sólmyrkvi verður á morgun, föstudaginn 20. mars. Margir bíða spenntir eftir þessum merka viðburði en samkvæmt veðurspám er alls óvíst hvort við Íslendingar fáum að njóta hans. Áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því hægt er að fylgjast með sólmyrkvanum í beinni útsendinu, endurgjaldslaust hjá stjörnuskoðunarfélaginu Slooh hér.

Sent verður út frá Færeyjum frá klukkan 8:30.