silent-partner_1024

Hrotur… fara þær í taugarnar á þér?

Fólk sem hrýtur heyrir þær kannski ekki svo glatt en þær geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem á þær þurfa að hlusta. Í sumum tilfellum hafa hrotur reyndar alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem hrjóta, eins og þegar um kæfisvefn er að ræða. Talið er að um 45% fólks hrjóti a.m.k. örðu hvoru, hver sem ástæðan er, hinn helmingur mannkyns lætur óhljóðin svo fara i taugarnar á sér.

Það er því augljóst að mikill markaður er fyrir hrotubana en hans hefur verið leitað um allan heim, sennilega frá örófi alda. Nú telur hópur vísindamanna sig hafa fundið lausnina á þessu hvimleiða vandamáli og þau kalla hana Silent Partner.
Hrotur eins og önnur hljóð eru tilkomnar vegna myndunar hljóðbylgja. Bylgjurnar hafa tvo eiginleika sem mynda hljóðið það er tíðni þeirra og bylgjulengd. Það sem Silent Partner gerir er að tækið nemur bylgjuna sem myndar hrotuna og senda frá sér nýja hljóðbylgju sem hefur sömu tiðni og sömu bylgjulengd en er i öfugum fasa við hroturnar. Þegar bylgjurnar mætast svo þá leggst hljóðið saman, og vegna þess að fasarnir eru á öfugum takti þá verður samanlagt hljóð bylgjanna þögn, þær núlla hvor aðra út.

Silent Partner er s.s. ekki undratæki til að hætta að hrjóta heldur til að þagga niður í hrotum. Auðvitað þurfa þeir sem þjást af kæfisvefni eða öðrum svefnörðugleikum annars konar aðstoð, þar sem ástandið getur haft alvarleg ahrif a heilsuna.

Hópurinn sem fann upp Silent Partner hefur nú þegar safnar fyrir upphafskostnaði á söfnunarsíðunni Indiegogo og þar er hægt að lesa sér enn frekar til um tækið og virkni þess. Þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn fyrirtækisins ekki gefið út neina afgerandi dagsetningu um hvenær tækið verður aðgengilegt a markaði, en við fylgjumst spennt með.